Viðskipti

Segja markaðs­torg blóðmjólka fyrir­tæki

Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. 

Viðskipti innlent

Hníf­jöfn at­kvæða­greiðsla sem gæti endað fyrir dómi

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja íhuga að láta reyna á niðurstöðu í atkvæðagreiðslu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir Félagsdómi. Afar jafnt var á munum í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. SA telja meirihluta hafa samþykkt samninginn en SSF telur að samningurinn hafi verið felldur.

Viðskipti innlent

Fyrsta flugi Icelandair til Pittsburgh fagnað

Fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Pittsburgh í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum var fagnað með borðaklippingu, bæði við brottför frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær og einnig við komuna til Pittsburgh í gærkvöldi. Félagið hefur aldrei áður flogið til Pittsburgh en borgin er sextándi áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og sá tólfti í Bandaríkjunum.

Viðskipti

Guð­mundur til­nefndur til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí.

Viðskipti innlent

Dagar Workplace eru taldir

Meta, móðurfélag Facebook og fjölda annarra samfélagsmiðla, hefur tilkynnt að Workplace verði lokað. Félagið ætli að einbeita sér að þróun gervigreindar og svokallaðs Metaverse í staðinn.

Viðskipti erlent

Base parking gjald­þrota

Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna.

Viðskipti innlent

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Rue de Net

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Viðskipti innlent